Amy Coney Barrett, sem tilnefnd hefur verið til embættis hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, situr nú fyrir svörum fyrir réttarfarsnefnd öldungadeildar þingsins, en þar spyrja nefndarmenn hana um ýmis mál líkt og venja er áður en hæstaréttardómarar eru samþykktir við dómstólinn. Hljóti Barrett samþykki öldungadeildarinnar tekur hún við dómarastöðu Ruth Ginsburg, sem féll frá í síðasta mánuði.
Hægt er að fylgjast með yfirheyrslunni (e. hearing) hér að neðan.
Í gær var fyrsti dagur yfirheyrslunnar, en þá voru fluttar framsögur nefndarmanna og framsaga Barrett. Sagði hún við það tækifæri að það væri hlutverk stjórnmálamanna en ekki dómara að sinna stefnumótum og treysta ákveðin gildi í sessi.
„Í hverju máli hef ég vandlega íhugað röksemdir beggja aðila, rætt málsatvik við samstarfsmenn mína og gert með allra besta til að komast að niðurstöðu á grundvelli laganna, sama hvaða persónulegu skoðanir ég kann að hafa,“ sagði Barrett.
LIVE: Senators question Supreme Court nominee Amy Coney Barrett in confirmation hearingSenators begin questioning Supreme Court nominee Amy Coney Barrett on day two of her confirmation hearing.
Posted by Reuters on Tuesday, October 13, 2020