Beint: Barrett situr fyrir svörum réttarfarsnefndar

Amy Coney Barrett situr nú fyrir svörum réttarfarsnefndar öldungadeildarinnar.
Amy Coney Barrett situr nú fyrir svörum réttarfarsnefndar öldungadeildarinnar. AFP

Amy Coney Barrett, sem til­nefnd hef­ur verið til embætt­is hæsta­rétt­ar­dóm­ara í Banda­ríkj­un­um, situr nú fyrir svörum fyrir réttarfarsnefnd öldungadeildar þingsins, en þar spyrja nefndarmenn hana um ýmis mál líkt og venja er áður en hæstaréttardómarar eru samþykktir við dómstólinn. Hljóti Barrett samþykki öldungadeildarinnar tekur hún við dóm­ara­stöðu Ruth Gins­burg, sem féll frá í síðasta mánuði.

Hægt er að fylgjast með yfirheyrslunni (e. hearing) hér að neðan.

Í gær var fyrsti dagur yfirheyrslunnar, en þá voru fluttar framsögur nefndarmanna og framsaga Barrett. Sagði hún við það tækifæri að það væri hlutverk stjórn­mála­manna en ekki dóm­ara að sinna stefnu­mót­um og treysta ákveðin gildi í sessi. 

„Í hverju máli hef ég vand­lega íhugað rök­semd­ir beggja aðila, rætt máls­at­vik við sam­starfs­menn mína og gert með allra besta til að kom­ast að niður­stöðu á grund­velli lag­anna, sama hvaða per­sónu­legu skoðanir ég kann að hafa,“ sagði Bar­rett. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert