Einn lést er þak háskólabyggingar hrundi

Glerþak hússins, sem var í byggingu, hrundi.
Glerþak hússins, sem var í byggingu, hrundi. Ljósmynd/Twitter

Einn lést og tveir slösuðust er glerþak húss sem var í byggingu við Curtin-háskóla í Ástralíu hrundi. Viðbragðsaðilar voru kallaðir að húsinu um hádegisbil í dag að staðartíma, snemma í morgun að íslenskum tíma.

Maðurinn sem lést var 23 ára gamall en hann féll yfir 20 metra til jarðar. Hinir tveir slösuðu eru einnig á þrítugsaldri.

Í yfirlýsingu frá háskólanum segir að enginn nemandi eða starfsmaður háskólans hafi lent í slysinu, og má því ætla að mennirnir hafi verið starfsmenn. „Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda,“ segir í yfirlýsingunni.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka