Samræma ferðatakmarkanir

AFP

Evrópusambandið hefur samþykkt samræmdar reglur varðandi takmarkanir á ferðalögum innan sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. 

Tilgangurinn með þessu er að samræma reglur hvað varðar sóttkví og skimanir. Að svipaðar reglur gildi á milli ríkjanna 27. 

Reglurnar, sem eru leiðbeinandi og ekki bindandi fyrir ESB-ríkin, eru settar vegna þess hve mismunandi reglurnar eru á milli ríkja allt frá því faraldurinn braust út snemma á árinu. Ráðherrar ríkjanna 27 samþykktu nýju reglurnar á fundi sínum í Lúxemborg í morgun og samkvæmt þeim eru hættusvæði skilgreind betur og samræmd innan ESB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert