Herða reglur í London

Staðan í Evrópu er grafalvarleg að mati WHO.
Staðan í Evrópu er grafalvarleg að mati WHO. AFP

Sótt­varnaaðgerðir verða hert­ar í London á laug­ar­dag og borg­in færð á áhættu­stig tvö af þrem­ur. Það þýðir að fólk get­ur ekki farið í heim­sókn­ir né sótt bari og veit­ingastaði með fólki sem er bú­sett á öðrum heim­il­um.

Fast­lega er gert ráð fyr­ir að Essex fylgi í kjöl­farið með hert­um aðgerðum. Þetta þýðir einnig að fólki er ráðið frá því að nota al­menn­ings­sam­göng­ur.  Þetta kem­ur fram í frétt BBC en Manchester og ná­grenni verður sett á efsta viðbúnaðarstig, það sama og er í gildi í Li­verpool nú þegar. 

Reglurnar verða hertar á laugardag í London.
Regl­urn­ar verða hert­ar á laug­ar­dag í London. AFP

Að sögn borg­ar­stjór­ans í London, Sa­diq Khan, er ekki annað í boði en að herða regl­urn­ar. Eng­inn vilji herða regl­ur en þetta sé nauðsyn til þess að vernda líf íbúa borg­ar­inn­ar.  Khan seg­ir að hann muni áfram þrýsta á að ríkið veiti frek­ari fjár­hags­stuðning og að erfiður vet­ur sé framund­an. 

WHO seg­ir fjölg­un smita í Evr­ópu grafal­var­lega þróun

Yf­ir­maður WHO í Evr­ópu, Hans Klu­ge, seg­ir að fjölg­un Covid-19 smita í Evr­ópu sé grafal­var­leg þróun en samt megi ekki horfa fram hjá því að staðan er betri nú en í apríl. Covid er nú fimmta al­geng­asta dánar­or­sök­in meðal íbúa í álf­unni og nú deyja yfir eitt þúsund manns úr Covid-19 á hverj­um degi. 

„Þrátt fyr­ir að ný smit séu tvisvar til þris­var sinn­um fleiri á dag nú en í apríl þá eru dauðsföll­in fimm sinn­um færri,“ seg­ir Klu­ge og bæt­ir við að eins sé álagið mun minna á sjúkra­hús­um. 

Klu­ge seg­ir að ef slakað verður á aðgerðum gagn­vart út­breiðslu veirunn­ar megi bú­ast við því að dauðsföll­in í janú­ar verði fjór­um til fimm sinn­um fleiri en þau voru í apríl. 

Þotur Ryanair á Stansted flugvelli í London. Hertar reglur víða …
Þotur Ry­ana­ir á Stan­sted flug­velli í London. Hert­ar regl­ur víða eru að hafa mik­il áhrif á rekst­ur fé­lags­ins. AFP

Stjórn­end­ur írska flug­fé­lags­ins Ry­ana­ir greindu frá því að dag að um enn frek­ari sam­drátt yrði að ræða hjá fé­lag­inu í vet­ur. Starfs­stöðum flug­fé­lags­ins verður lokað tíma­bundið í Cork og Shannon á Írlandi og í Tou­lou­se í Frakklandi vegna ferðatak­mark­ana. Flug­ferðir á tíma­bil­inu nóv­em­ber til mars verður 40% af þeim fjölda sem var fyr­ir ári síðan. Í síðasta mánuði var flug­ferðum fækkað í októ­ber sem þessu nem­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert