Ógnvænleg þróun á Ítalíu

Sýnataka í Róm.
Sýnataka í Róm. AFP

Alls greindust tíu þúsund kórónuveirusmit á Ítalíu síðastliðinn sólarhring og hafa þau ekki greinst fleiri þar í landi frá upphafi faraldursins síðasta vetur.

Auk þess létust 55 af völdum veirunnar en stjórnvöld íhuga að setja aftur á útgöngubann til að sporna við fjölda smita sem greinst hefur síðustu daga.

Þegar ástandið var hvað verst í landinu í mars var metfjöldi smita 6.557. Bent er á í frétt AFP að alls voru 150.000 sýni tekin í gær og eru þau mun fleiri en þegar verst lét í vor.

Alls hafa 391.000 smitast af kórónuveirunni á Ítalíu og 36.000 hafa látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert