Vatn úr kjarnorkuveri á leið í sjóinn

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, heimsækir Daiichi-kjarnorkuverið í Fukushima.
Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, heimsækir Daiichi-kjarnorkuverið í Fukushima. AFP

Japanir ætlar að sleppa í sjóinn rúmlega milljón tonnum af meðhöndluðu geislavirku vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima.

Japanskir fjölmiðlar greindu frá þessu. 

Búið er að sía vatnið til að draga úr geislavirkninni og er reiknað með því að verkefnið hefjist í fyrsta lagi í byrjun árs 2022.

Nefnd á vegum stjórnvalda greindi frá því fyrr á þessu ári að það að sleppa vatninu í sjóinn eða að láta það gufa upp væru „raunhæfir valkostir“.

Umhverfisverndarsinnar, sjómenn og bændur á svæðinu hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Með þessum gjörningi lýkur margra ára deilu um hvernig á að losa sig við vökvann, þar á meðal vatnið, sem var notaður til að kæla kjarnorkuverið niður þegar risastór flóðbylgja gekk yfir það árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert