Fær reynslulausn vegna hetjudáðar

Tvennt var myrt í árásinni í nóvember í fyrra.
Tvennt var myrt í árásinni í nóvember í fyrra. AFP

Dæmdur morðingi, sem reyndi að stöðva vopnaðan mann á London-brúnni í nóv­em­ber í fyrra, mun að öllum líkindum losna tíu mánuðum fyrr úr fangelsi en gert hafði verið ráð fyrir.

Steven Gall­ant, sem er 42 ára gam­all og afplán­ar dóm fyr­ir morð, átti að fá að sækja um reynslulausn 2022 en samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytisins mun hann geta það fyrr.

Gallant hefur lýst því í viðtölum hvernig hann tókst á við árásarmanninn, Usman Khan, vopnaður stól en Gallant var með heimild til að sækja atburð þennan dag í London ætlaðan föngum.

Hann afplán­ar 17 ára dóm fyr­ir að hafa myrt fyrr­ver­andi slökkviliðsmann, Barrie Jackson, í Hull fyr­ir 15 árum.

Khan, sem stakk Sa­skiu Jo­nes og Jack Mer­ritt til bana, var síðar skot­inn til bana af lög­reglu. Þrír til viðbót­ar særðust í árás­inni sem hófst í Fis­hmon­g­ers-saln­um 29. nóv­em­ber. 

Samkvæmt breskum fjölmiðlum er mjög líklegt að Gallant verði laus úr fangelsi fyrr en síðar vegna hetjudáðar sinnar á brúnni. Nefnd um lausn fanga mun úrskurða um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka