Sjálfboðaliði sem tók þátt í tilraunum með nýtt bóluefni gegn Covid-19 sem Oxford-háskóli þróaði lést í Brasilíu.
Þetta er fyrsta dauðsfallið sem greint er frá í tengslum við tilraunir með bóluefni gegn veirunni.
Að sögn brasilíska dagblaðsins Globo og fréttastofunnar Bloomberg fékk sjálfboðaliðinn, 28 ára læknir, lyfleysu í stað sjálfs bóluefnisins.
Skipuleggjendur rannsóknarinnar segja að sjálfstæður aðili hafi skoðað máið og komist að þeirri niðurstöðu að ekki þurfi að hafa áhyggjur af öryggi bóluefnisins, sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca þróaði. Þess vegna mun tilraunirnar með bóluefnið halda áfram.
Læknirinn, sem lést af völdum Covid-19 sjúkdómsins, hafði starfað í framvarðasveit í baráttunni við veiruna.