Fangelsa grísku nýnasistana

Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunnar ásamt lögreglumönnum.
Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunnar ásamt lögreglumönnum. AFP

Grískur dómstóll fyrirskipaði í dag fangelsun leiðtoga nýnas­ista­flokks­ins Gull­innar dögunar og hans helstu aðstoðarmanna.

Stjórnandinn, Nikos Michaloliakos, og fyrrum helstu aðstoðarmenn hans voru fundnir sekir um að stjórna glæpasamtökum. Um er að ræða ein mikilvægustu réttarhöld í sögu stjórnmála í landinu. 

Í kjölfar dómsins verða heimildir fyrir tafarlausri handtöku mannanna gefnar út. Um er að ræða handtökuskipanir á hendur Michalolikaos og fleiri en 10 fyrrum aðstoðarmönnum stjórnmálaflokksins. 

Gullin dögun var skilgreind sem skipulögð glæpasamtök í byrjun október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert