Svíar slaka á tilmælum til eldra fólks

Hættan er ekki að baki - haldið fjarlægð.
Hættan er ekki að baki - haldið fjarlægð. AFP

Svíar sem eru komnir yfir sjötugt þurfa ekki lengur að fylgja sömu tilmælum og gilda um aðra í landinu. Áður var mælt með því að eldra fólk og annað fólk í áhættuhópi ætti að forðast samneyti við aðra en þá sem deila sama heimili og þeir.

Joh­an Carl­son, for­stjóri lýðheilsu­stofn­un­ar Svíþjóðar(Folk­häl­somyndig­heten), segir að tilmælin hafi hjálpað við að koma í veg fyrir að kórónuveiran smitaðist inn í hópa viðkvæmra en á sama tíma hafi þessar leiðbeiningar tekið sinn toll af eldra fólki. Bæði andlega og líkamlega. Vegna þess hversu lengi faraldurinn hefur geisað er ósanngjarnt að að láta þá bera þessar byrðar lengur.

Frá Stokkhólmi í dag.
Frá Stokkhólmi í dag. AFP

Þetta geti verið hættulegt fyrir einstaklingana og ljóst sé að einhverjir muni veikjast en ekki margir. „Við verðum að ná jafnvægi,“ segir hann í samtali við BBC.

Almennt gildir í Svíþjóð að fólk er beðið um að forðast fjölmenni, svo sem veitingastaði með marga gesti, þvo sem sem oftast um hendurnar, halda fjarlægð og vinna heima sé þess einhver möguleiki. 

Fólk er beðið um að virða tveggja metra regluna í …
Fólk er beðið um að virða tveggja metra regluna í Svíþjóð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert