Sprengjuummæli Trumps vekja reiði

AFP

Forsætisráðherra Eþíópíu brást illa við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem lét þau ummæli falla að Egyptar gætu sprengt umdeilda stíflu í Nílarfljóti í loft upp. Forsætisráðherrann sagði að ummælin væru merki um yfirgang, sem að myndi ekki líðast.

BBC greinir frá.

Stíflan hefur verið horn í síðu Egypta, en áhyggjur eru á lofti á að stíflan muni hindra flæði Nílarfjlótsins, sem er afar mikilvæg Egyptum. Súdan hefur einnig blandað sér í deilurnar, en ráðamenn þar í landi hafa áhyggjur á að stíflan muni valda vatnsskorti í landinu.

„Þeir munu sprengja þessa stíflu“

Trump lét ummælin falla á símafundi við Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á föstudaginn.

Stíflan var eitt af umræðuefnum Trump og Hamdok, en í samtalinu sagði Trump að hætta væri á að stíflan myndi hafa slæm áhrif Egypta. „Ég segi það hátt og snjallt; þeir munu sprengja þessa stíflu, og þeir verða að gera eitthvað.”

Stíflan er eitt stærsta mannvirki í sögu Eþíópíu
Stíflan er eitt stærsta mannvirki í sögu Eþíópíu AFP

„Eþíópía mun ekki láta undan hvers konar yfirgangi,” sagði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, í kjölfar ummæla Trumps. Hann sagði að Eþíópíumenn myndu ekki „lúta fyrir óvinum sínum, heldur virða vini sína.” Hvers kyns hótanir vegna stíflunnar væru óviðeigandi og ólöglegar.

Samningaviðræður vegna stíflunnar hafa farið fram á vegum Afríkubandalagsins, en helsta áhyggjuefnið er að Eþíópía muni fylla uppistöðulón stíflunnar og hratt og hindra flæði Nílar. Abiy heldur því þó fram að viðræðunum miði vel áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert