Aðstoðarmaður Pence með Covid

Marc Short er einn helsti aðstoðarmaður Mike Pence.
Marc Short er einn helsti aðstoðarmaður Mike Pence. AFP

Einn helsti aðstoðarmaður Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með Covid-19 í gær að sögn talsmanns varaforsetaembættisins.

Marc Short, sem er skrifstofustjóri embætti varaforseta, er kominn í einangrun og að sögn talsmanns Pence, Devins O'Malleys, aðstoðar Short nú smitrakningarteymið við að finna út hverja hann hefur verið í samskiptum við undanfarið. Pence-hjónin, Mike og Karen, fóru bæði í skimun í gær og eru hvorugt með smit. Pence mun halda óbreyttri dagskrá í kosningaundirbúningnum en aðeins átta dagar eru til forsetakosninganna. 

Nýjum smitum hefur fjölgað hratt í Bandaríkjunum undanfarna daga og voru í gær staðfest 89 þúsund ný smit. Hópur fólks sem tengist Hvíta húsinu hefur fengið Covid-19, þar á meðal Donald Trump forseti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert