30.000 missi vinnuna

Lufthansa hefur komið illa út úr kórónuveirufaraldrinum.
Lufthansa hefur komið illa út úr kórónuveirufaraldrinum. AFP

Þýska flugfélagið Lufthansa segir 30.000 manns eiga á hættu að missa vinnu sína hjá félaginu þar sem spurn eftir flugi hefur nánast horfið vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta segir í bréfi sem stjórn flugfélagsins sendi starfsfólki sínu, en flugáætlun vetrarins hefur verið skorin svo mikið niður að annað eins hefur ekki sést síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Stjórnin segir það aldrei hafa verið jafnerfitt og nú að spá fyrir um framtíðarþróun flugiðnaðarins.

„Enginn getur séð fyrir hver áhrifin munu verða. Þrátt fyrir það erum við ákveðin í að viðhalda 100.000 starfsmönnum af þeim 130.000 sem þegar vinna hjá Lufthansa,“ segir enn fremur í bréfinu, samkvæmt AFP-fréttaveitunni.

Rekstur flugfélagins hefur gengið illa það sem af er ári, en í júní tók þýska ríkið 25% eignarhlut í félaginu og dældi um níu milljörðum evra (1.492 milljörðum króna) inn í það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert