120 ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun

Toni Natalie, fyrrverandi kærasta Reniere og eitt fórnarlamba Nxivm-samtakanna, ræðir …
Toni Natalie, fyrrverandi kærasta Reniere og eitt fórnarlamba Nxivm-samtakanna, ræðir við fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu í dag. AFP

Leiðtogi banda­rískra sam­taka, sem hef­ur verið líkt við sér­trú­ar­söfnuð, var í dag dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir fjár­glæfra­starf­semi, kyn­lífsþrælk­un og aðra glæpi í starfi sínu sem leiðtogi sam­tak­anna Nxivm.

Sam­tök­in Nx­i­vm voru stofnuð árið 2003 í New York sem sjálfs­hjálp­ar­sam­tök. Leiðtogi þeirra, Keith Rani­ere, sem er 60 ára að aldri, var fundinn sekur um að hafa neytt fjölda kvenna til að hafa við sig kyn­mök þar sem hann væri leiðtogi lífs þeirra. 

Jafn­framt voru þær brenni­merkt­ar með upp­hafs­stöf­un­um í nafni hans þegar þær gengu til liðs við sam­tök­in. 

Konurnar reiddu fram mörg þúsund dali af hendi til að taka þátt í nokkurra daga námskeiði hjá Nxivm. Þar voru þær síðan misnotaðar, kallaðar þrælar og neyddar til ýmissa athafna með Rani­ere.

Reniere var sakfelldur fyrir í fyrra fyrir alla sjö ákæruliði gegn honum en þeirra á meðal ákæra fyrir að hafa misnotað 15 ára stúlku kynferðislega.

Nx­i­vm-sam­tök­in hafa vakið mikla at­hygli allt frá stofn­un enda marg­ir þekkt­ir ein­stak­ling­ar sem hafa stutt sam­tök­in. Þar á meðal Small­ville-leik­kon­an All­i­son Mack og hafa úti­bú sam­tak­anna verið stofnuð víða um Banda­rík­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert