Mótmælt víða á Ítalíu

Nýjum sóttvarnareglum var mótmælt víða á Ítalíu gær og kom til átaka í tveimur borgum á Norður-Ítalíu, Mílanó og Tórínó, en þar var bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu. Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Mílanó. Í Napólí tóku þúsundir þátt í mótmælunum. 

Mótmælin hófust fljótlega eftir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka veitingastöðum, börum, líkamsræktarstöðvum og kvikmyndahúsum tók gildi klukkan 18 að staðartíma. Reglurnar gilda til 24. nóvember.

AFP

Mörg héruð hafa sett á útgöngubann að næturlagi, þar á meðal Langbarðaland (Mílanó er í héraðinu) og Piedmont (þar sem Tórínó er). Lögregla segir að öfgasinnar hafi staðið á bak við mótmælin og voru alls 28 handteknir. 

Jafnframt var mótmælt á fleiri stöðum, svo sem Róm, Genóva, Palermo og Trieste, og notuðu mótmælendur potta og pönnur til að vekja athygli á málstað sínum. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert