Corbyn vikið úr flokknum

Jeremy Corbyn.
Jeremy Corbyn. AFP

Breski Verka­manna­flokk­ur­inn hef­ur vikið Jeremy Cor­byn úr flokkn­um eft­ir að flokk­ur­inn var fund­inn sek­ur um að hafa borið ábyrgð á ólög­mætri hátt­semi, þ.e. staðið fyr­ir áreitni og mis­mun­un, í stjórn­artíð Cor­byns, sem er fyrr­ver­andi leiðtogi Verka­manna­flokks­ins.  

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu breskra mann­rétt­inda­sam­taka sem segja að Cor­byn hafi gerst sek­ur um al­var­leg mis­tök með því að taka ekki á gyðinga­h­atri.

Sam­tök­in segja enn­frem­ur að starfs­fólk á skrif­stofu for­manns­ins hafi jafn­framt haft póli­tísk af­skipti af þeim kvört­un­um sem hafi borist vegna vegna ásak­ana um gyðinga­hat­ur.

Cor­byn held­ur því aft­ur á móti fram að hann hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að taka á mál­inu, að því er seg­ir á vef BBC. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert