Breski Verkamannaflokkurinn hefur vikið Jeremy Corbyn úr flokknum eftir að flokkurinn var fundinn sekur um að hafa borið ábyrgð á ólögmætri háttsemi, þ.e. staðið fyrir áreitni og mismunun, í stjórnartíð Corbyns, sem er fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu breskra mannréttindasamtaka sem segja að Corbyn hafi gerst sekur um alvarleg mistök með því að taka ekki á gyðingahatri.
Samtökin segja ennfremur að starfsfólk á skrifstofu formannsins hafi jafnframt haft pólitísk afskipti af þeim kvörtunum sem hafi borist vegna vegna ásakana um gyðingahatur.
Corbyn heldur því aftur á móti fram að hann hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að taka á málinu, að því er segir á vef BBC.