Segir að múslimar megi drepa Frakka

Mahathir Mohamad lét af embætti forsætisráðherra Malasíu fyrr á árinu.
Mahathir Mohamad lét af embætti forsætisráðherra Malasíu fyrr á árinu. AFP

Mahathir Mohamad, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, segir að múslimar eigi rétt á því að „drepa milljónir Frakka“ vegna „blóðbaðs fyrri alda“. Þetta skrifaði hann á Twitter stuttu eftir að íslamskur öfgamaður myrti þrjár manneskjur í frönsku borginni Nice í morgun.

Twitter neitaði í fyrstu að eyða færslunni, en merkti hana sérstaklega sem færslu sem stæðist ekki reglur Twitter.

Cédric O, ráðherra stafrænna mála í frönsku ríkisstjórninni, skrifaði þá á Twitter: „Ég talaði rétt í þessu við forstjóra Twitter í Frakklandi. Það verður að loka á Twitter-reikning [Mohamads]. Ef ekki þá er Twitter samsekt í ákalli um morð.“

Stuttu síðar hafði færslunni verið eytt, en aðgangur Mohamad er þó á sínum stað. Hugvekju Mohamads, að undanskilinni færslunni sem var eytt, má lesa hér að neðan.

Færslunni sem nú hefur verið eytt.
Færslunni sem nú hefur verið eytt. Skjáskot/Twitter

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað haraði lagasetningu til að takast á við „íslamska aðskilnaðarstarfsemi“ eins og hann orðar það.

Tvær vikur eru liðnar síðan franskur kennari var myrtur eftir að hafa sýnt nemendum sínum myndir af Múhammeð spámanni, en það er ekki leyfilegt innan íslamstrúar.

Leiðtogar múslimaríkja hafa keppst við að fordæma Macron fyrir meinta ósanngirni í garð múslima, en minna hefur farið fyrir fordæmingu þeirra á hrottafengnu morðinu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert