„Ég gerði þetta ekki“

„Ég gerði þetta ekki,“ heldur Tom Hagen blákalt fram í …
„Ég gerði þetta ekki,“ heldur Tom Hagen blákalt fram í fyrsta viðtalinu sem hann veitir, tveimur árum eftir hvarf Anne-Elisabeth Hagen upp á dag. Hann bauð Runar Henriksen Jørstad, fréttamanni NRK, í stofu sína við Sloraveien og gerði upp árin tvö. Skjáskot/Fréttatími NRK

„Þetta hafa verið tvö erfið ár,“ seg­ir norski fjár­fest­ir­inn, verk­fræðing­ur­inn og millj­arðamær­ing­ur­inn Tom Hagen með hægð þar sem hann sit­ur í stofu sinni að Sloraveien 4 í Lørenskog, skammt frá Ósló, and­spæn­is Run­ar Henrik­sen Jør­stad, frétta­manni norska rík­is­út­varps­ins NRK, í dag, 31. októ­ber, dag­inn sem tvö ár eru liðin frá einu vo­veif­leg­asta og um­talaðasta manns­hvarfi sem Norðmenn muna, brott­námi eig­in­kon­unn­ar Anne-Elisa­beth Hagen.

Hagen, sem enn ligg­ur und­ir grun lög­reglu um að standa á bak við hvarfið og sat um tíma í gæslu­v­arðhaldi í vor, rifjar upp morg­un­inn ör­laga­ríka fyr­ir tveim­ur árum. Eins og alla morgna hafi þau hjón­in setið í stof­unni, lesið blöðin og drukkið hvort sinn kaffi­boll­ann áður en Hagen hélt til skrif­stofu sinn­ar í Fut­ur­um-bygg­ing­unni á Rasta, í aðeins tíu mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá heim­ili þeirra.

„Þar lá um­slag“

„Ég hringdi svo í hana síðar um morg­un­inn og hún svaraði ekki,“ seg­ir Hagen frá. Þegar ósvöruðu sím­töl­in urðu fleiri setti að hon­um ugg. „Ég fékk ein­hverja slæma til­finn­ingu, þetta var mjög ólíkt henni, mér flaug í hug að hún hefði ef til vill fengið hjarta­áfall,“ seg­ir Hagen, en þau hjón­in eru bæði um sjö­tugt.

Hann ók heim og kom þangað um 13:30. „Ég leitaði um allt, fór niður í kjall­ara og að lok­um út í bíl­skúr og hún var hvergi sjá­an­leg. Það var fyrst þegar ég kom inn aft­ur sem mér varð litið á stól­inn þarna,“ seg­ir Hagen og bend­ir á rauðmálaðan tré­stól upp við vegg. „Þar lá um­slag.“

Hagen setur upp gleraugun og les upp úr lausnargjaldsbréfinu sem …
Hagen set­ur upp gler­aug­un og les upp úr lausn­ar­gjalds­bréf­inu sem mál­fræðing­ar lágu yfir á sín­um tíma í þeirri viðleitni að af­hjúpa þjóðerni bréf­rit­ara. Um það er ekki meira vitað nú en þá. Skjá­skot/​Frétta­tími NRK

Í þessu um­slagi var bréf og þar sett fram krafa um að fýsti millj­arðamær­ing­inn að sjá konu sína á lífi á ný skyldi hann reiða fram tæp­ar 100 millj­ón­ir norskra króna, hátt í einn og hálf­an millj­arð ís­lenskra króna, í lausn­ar­gjald í raf­mynt­inni bitco­in.

Hagen stend­ur nú upp og nær í bréfið, sem norsk­ir mál­fræðing­ar rann­sökuðu í þaula auk lög­reglu til að reyna að varpa ljósi á þjóðerni rit­ara út frá bjagaðri norsk­unni. Les Hagen svo upp­haf bréfs­ins en brest­ur fljót­lega í grát og band­ar frá sér með hend­inni og ger­ir Jør­stad þá hlé á viðtal­inu.

„Gerðirðu það?“

Skipt er um umræðuefni og spyr Jør­stad nú út í dag­inn sem Tom Hagen var hand­tek­inn, 28. apríl í vor, grunaður um að hafa ráðið konu sína af dög­um eða verið sam­verkamaður við þann verknað.

„Ég er bara stöðvaður, tveir bíl­ar koma aðvíf­andi og stöðva mig og svo kom fólk inn í bíl­inn til mín, svart­klætt fólk man ég.“

Lögreglumaður með hund og Covid-grímu við Sloraveien 4 daginn sem …
Lög­reglumaður með hund og Covid-grímu við Sloraveien 4 dag­inn sem Tom Hagen var hand­tek­inn í vor, 28. apríl, grunaður um að hafa óhreint mjöl í poka­horn­inu. AFP

„Og hvað hugsaðirðu þarna, þegar þetta ger­ist?“ spyr Jør­stad.

„Ég hugsaði eig­in­lega ekki svo mikið, man þó að hugs­un­in sem sló mig fyrst var „Taktu þessu með ró Tom, þetta er ein­hver mis­skiln­ing­ur,“ en svo áttaði ég mig á hvað var á seyði þegar þeir réttu mér hand­töku­til­skip­un­ina,“ rifjar verk­fræðing­ur­inn upp. „Þar stóð að ég væri grunaður um að hafa myrt konu mína eða átt þátt í að myrða hana á Sloraveien 4.“

„Gerðirðu það?“ spyr Jør­stad.

„Nei,“ svar­ar Hagen ákveðinn, „ég gerði þetta ekki.“

„Áttirðu ein­hvern þátt í því sem gerðist?“

„Nei, það átti ég ekki.“

Seg­ir Hagen aðspurður til­finn­ing­una sem fylgdi því að vera grunaður hafa verið ákaf­lega slæma.

„Það var illt. Ég hélt allt fram í apríl að ég ætti í góðu sam­bandi við lög­regl­una svo það sem gerðist þá var áfall, gríðarlegt áfall,“ seg­ir Hagen.

Kaup­mál­inn um­deildi

Dag­blaðið VG greindi frá því í vor að Hagen hefði búið svo um hnút­ana með kaup­mála, að við skilnað bæri Anne-Elisa­beth nær ekk­ert úr být­um, eig­inmaður­inn, 172. auðug­asti maður Nor­egs, héldi fjár­mun­um sín­um óskipt­um. Töldu lög­fróðir menn, sem VG og fleiri fjöl­miðlar leituðu til, að samn­ing­ur þessi væri svo ber­sýni­lega ósann­gjarn að efni, að lík­legt mætti telja að héraðsdóm­ari viki hon­um til hliðar kæm­ist málið á það stig.

Anne-Elisabeth Hagen hvarf 31. október 2018, fyrir tveimur árum, og …
Anne-Elisa­beth Hagen hvarf 31. októ­ber 2018, fyr­ir tveim­ur árum, og stend­ur lög­regla enn ráðþrota gagn­vart því hvað um hana varð. AFP

Jør­stad spyr Hagen út í þetta atriði sem hugs­an­lega ástæðu.

„Kring­um­stæðurn­ar þarna voru þær að við höfðum verið í öldu­dal og ég varð dá­lítið smeyk­ur [...] Lög­regl­una grunaði kannski að ég hefði ákveðið að losa mig við hana af því að þarna var samn­ing­ur sem hún gæti kannski gengið inn í og ég væri hrædd­ur um að þurfa að láta hana hafa eitt­hvað,“ seg­ir Hagen.

„Varstu það?“

„Nei, aldrei.“

„Ef það eru ein­hverj­ir sem námu hana á brott, ein­hverj­ir aðrir en þú, hvað viltu segja við þá?“ spyr Jør­stad þegar líða tek­ur að lok­um þessa fyrsta viðtals við Tom Hagen eft­ir tveggja ára lög­reglu­rann­sókn sem enn hef­ur engu skilað.

„Hvað vil ég segja við þá? Af­leiðing­arn­ar hafa verið mikl­ar af því sem þið hafið gert. Sé hún á lífi er bæn mín stór...um að af­henda [hvis det er i live er lik­som bønn­en stor...å lev­ere]. Hafi mála­lok orðið önn­ur er bara að segja frá því,“ seg­ir fjár­fest­ir­inn.

„Óvíst að svo verði“

Inn á milli er skotið viðtali við Agnes Bea­te Hem­iø, lög­mann aust­urum­dæm­is lög­regl­unn­ar, sem seg­ist von­ast til að málið leys­ist að lok­um þrátt fyr­ir að liðin séu tvö ár frá hvarf­inu.

„Held­urðu að fólk trúi þér?“ spyr Jør­stad þegar sög­unni vík­ur aft­ur til þeirra Hagen í stof­unni við Sloraveien.

Norðmenn stóðu á öndinni þegar Tommy Brøske, stjórnandi rannsóknarinnar, boðaði …
Norðmenn stóðu á önd­inni þegar Tommy Brøske, stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar, boðaði blaðamanna­fund 9. janú­ar 2019 og greindi þjóðinni frá því að eig­in­kona eins auðug­asta manns lands­ins hefði horfið spor­laust rúm­um tveim­ur mánuðum áður. Var rann­sókn­inni í fyrstu haldið kirfi­lega leyndri vegna ótta um ör­yggi Anne-Elisa­beth. AFP

„Mér skilst að í svona mál­um sé erfitt að taka því sem sjálf­sögðum hlut að fólk trúi manni,“ svar­ar Hagen. „en ég trúi því að fólk sem þekk­ir mig vel taki mig trú­an­leg­an,“ seg­ir hann enn frem­ur og bæt­ir því við að án stuðnings fjöl­skyld­unn­ar væri staða hans von­laus.

„En ef það ert ekki þú, hver get­ur haft hags­muni af því að nema kon­una þína á brott?“ spyr Jør­stad.

„Það...því get ég ekki svarað af því að ég veit það ekki. Það eina sem ég trúi og lífið hef­ur kennt mér er að rétt­lætið sigr­ar að lok­um. En það get­ur tekið tíma.“

„Held­urðu að þú mun­ir sjá hana á nýj­an leik?“

„Trú­in flyt­ur fjöll, en ég er raun­sær maður og ég er far­inn að átta mig á því að það er óvíst að svo verði,“ seg­ir Tom Hagen, verk­fræðing­ur, fjár­fest­ir og millj­arðamær­ing­ur í Lørenskog, að lok­um við NRK í fyrsta viðtal­inu sem hann veit­ir eft­ir hvarf Anne-Elisa­beth Hagen 31. októ­ber 2018.

NRK

NRKII (viðtalið í frétta­tíma kvölds­ins – frá 01:18)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert