Útgöngubann tekur gildi á fimmtudag

Boris Johnson á rafrænum blaðamannafundi í kvöld.
Boris Johnson á rafrænum blaðamannafundi í kvöld. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, til­kynnti í dag um fjög­urra vikna út­göngu­bann víðsveg­ar um Eng­land.

Þetta gerði hann eft­ir umræðu um að sjúkra­hús verði yf­ir­full inn­an nokk­urra vikna ef sótt­varnaaðgerðir verði ekki hert­ar í land­inu.

Sam­kvæmt nýju regl­un­um, sem taka gildi á fimmtu­dag­inn, verður fólk að vera heima hjá sér nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um vegna vinnu, skóla eða æf­inga. All­ar versl­an­ir, nema þær sem nauðsyn­legt er að hafa opn­ar, munu loka.

Bar­ir og veit­ingastaðir verða lokaðir nema þeir sem bjóða upp á mat sem hægt er að senda heim. All­ir afþrey­inga- og skemmti­staðir verða lokaðir.

Reiknað er með því að þess­um ströngu tak­mörk­un­um ljúki 2. des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert