Rússneskur auðkýfingur drepinn með lásboga

Mennirnir réðust inn á sveitastur Marugov og skutu hann með …
Mennirnir réðust inn á sveitastur Marugov og skutu hann með lásboga. Mynd/Wikipedia

Rússneski auðkýfingurinn Vladimir Marugov var myrtur í morgun. Tveir grímuklæddir menn réðust inn á sveitasetur hans vopnaðir lásboga og réðust að honum og kærustu hans sem voru í sánu.

Konunni tókst að flýja út um glugga og hringja í lögregluna en þegar hún kom á vettvang voru mennirnir á bak og burt. Bíll árásarmannanna fannst stuttu síðar í nálægu þorpi.

Í yfirlýsingu frá rússnesku ríkislögreglunni er Marugov ekki nefndur á nafn, en fjölmiðlar í Rússlandi hafa slegið því föstu að sá myrti sé Vladimir Morugov, eigandi kjötvinnslufyrirtækjanna Ozyorsky og Meat Empire. Hefur hann gengið undir viðurnefninu Pylsukóngurinn.

Í frétt BBC segir að árásarmennirnir hafi krafist greiðslu frá Marugov áður en þeir drápu hann, en ekki fylgir sögunni hvort þeim varð að ósk sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert