Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist í áfalli yfir hryililegum árásum í Vínarborg. Í færslu á Twitter sendir hann austurrísku þjóðinni samúðarkveðjur. „Hugur okkar er með fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra. Við stöndum með austurrísku þjóðinni og fordæmum þessar hryðjuverkaárásir. Frelsi og lýðræði munu sigra og verða að sigra,“ segir Guðlaugur.
Fimmtán eru særðir eftir að hryðjuverkamenn létu til skarar skríða á sex stöðum í miðborg Vínarborgar í kvöld. Að minnsta kosti einn lét lífið.
Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020
Fjöldi leiðtoga hefur sent Austurríkismönnum samúðarkveðjur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að Frakkar deili áfallinu og sorginni með Austurríkismönnum, en skammt er liðið frá því þrír voru myrtir í hryðjuverkaárás í Nice í Frakklandi. „Þetta er okkar Evrópa. Óvinir okkar þurfa að vita hverja þeir eru að kljást við. Við munum ekki gefa eftir,“ skrifar Macron í færslu á þýsku sem hann birtir á Twitter.
Wir, Franzosen, teilen den Schock und die Trauer von der Österreicher nach einer Angriff in Wien. Nach Frankreich ist es ein befreundetes Land, das angegriffen wird. Dies ist unser Europa. Unsere Feinde müssen wissen, mit wem sie es zu tun haben. Wir werden nichts nachgeben.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) November 2, 2020
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir sömuleiðis að hugur bresku þjóðarinnar sé hjá Austurríkismönnum. „Við stöndum saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir Johnson.
I am deeply shocked by the terrible attacks in Vienna tonight. The UK’s thoughts are with the people of Austria - we stand united with you against terror.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) November 2, 2020
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að Evrópa í heild standi með Austurríkismönnum. „Við erum sterkari en hatrið og ógnin,“ skrifar hún.
I am shocked and saddened by the brutal attack that took place in Vienna. My thoughts are with the families of the victims and the Austrian people.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 2, 2020
Europe stands in full solidarity with Austria. We are stronger than hatred and terror.