Það vill gleymast en rapparinn Kanye West er í framboði til forseta Bandaríkjanna.
Kanye er á kjörseðlinum í tólf ríkjum Bandaríkjanna og í færslu á Twitter minnir hann fylgjendur sína á framboðið með því að láta vita að hann hafi kosið sjálfan sig.
God is so good 😊 Today I am voting for the first time in my life for the President of the United States, and it's for someone I truly trust...me. 🇺🇸 🕊
— ye (@kanyewest) November 3, 2020
Kanye býður fram undir formerkjum kristilegrar íhaldsstefnu. Hann vill banna fóstureyðingar, endurvekja bænir í skólum, afnema dauðarefsingu, styðja við listnám og umhverfisvernd. Kanye hafði þegar lýst yfir stuðningi við Donald Trump forseta, eins og þekkt er, áður en hann tók þá ákvörðun að bjóða sjálfur fram.
Meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við framboð hans eru frumkvöðullinn Elon Musk, rappararnir DaBaby og Chance the Rapper, og eiginkona hans Kim Kardashian. Hvort hugur fylgir máli hjá þeim skal ósagt látið.