Leita enn mögulegra árásarmanna

Lögreglumenn ganga fram hjá krönsum sem lagðir voru í miðborg …
Lögreglumenn ganga fram hjá krönsum sem lagðir voru í miðborg Austurríkis til minningar um þau sem létust. AFP

Austurríska lögreglan leitar nú að minnsta kosti eins geranda til viðbótar í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín sem fjórir féllu í. Sautján aðrir eru særðir, sumir alvarlega en menn vopnaðir byssum skutu á fólk á sex mismunandi stöðum í miðborginni í gærkvöldi. 

Einn af þeim sem grunaðir eru um verknaðinn var skotinn til bana af lögreglu. Hann var 20 ára gamall liðsmaður Ríkis íslams. Lögreglan hefur nú gefið upp að hann sé af austurrískum og makedónskum uppruna en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk í apríl síðastliðnum fyrir það að reyna að ferðast til Sýrlands, að sögn Karls Nehammers, innanríkisráðherra Austurríkis.

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, minnist þeirra sem létust.
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, minnist þeirra sem létust. AFP

Árásirnar drifnar áfram af hatri

Hann segir að lögregla leiti nú fleiri mögulegra árásarmanna sem gætu enn verið lausir og nokkur nágrannalönd Austurríkis hafa bætt í löggæslu á landamærum. 

Kansl­ari Aust­ur­rík­is, Sebastian Kurz, sagði í dag að árásirnar væru drifnar áfram af „hatri á okkar lífsstíl og lýðræði“.

Tvær konur og tveir karlar létust í árásinni. Önnur konan er sögð hafa verið þjónn. Hin konan lést af sárum sínum á spítala í nótt. Fórnarlömbin voru öll stödd í miðborg Vínar, nærri sýnagógu en ekki er ljóst hvort hún hafi verið skotmark árásarmannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert