Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, sagði á blaðamannafundi minnsta kosti einn árásarmann enn ófundinn í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Vín í kvöld. Hvetur hann íbúa borgarinnar til að halda sig frá miðborginni. Þá hefur einn árásarmaður verið skotinn til bana í aðgerðum lögreglunnar.
Nehammer staðfestir að fleiri hafi látið lífið í árásunum. Á fundinum var einnig tilkynnt að landamæraeftirlit hefði verið hert og að börn í borginni þyrftu ekki að mæta í skóla á morgun.
Uppfært klukkan 00:50
Aufgrund der aktuellen Situation gibt es morgen in Wien keine Schulpflicht. Kinder können daher entschuldigt zu Hause bleiben. Für all jene, bei denen das nicht möglich ist, sind selbstverständlich die Schulen geöffnet. Bleibt sicher und vor allem auch gesund!
— Stadt Wien (@Stadt_Wien) November 3, 2020
Wir haben es noch immer mit einem mutmaßlichen Terroranschlag zu tun. Einer der Terroristen konnte ausgeschaltet werden. Es gilt nach wie vor der Appell: Bitte bleiben Sie drinnen. Wir sind nach wie vor im Kampf gegen die Terroristen. #0211w
— Karl Nehammer (@karlnehammer) November 2, 2020