Segir fleiri hafa látið lífið í Vínarborg

Karl Nehammer innanríkisráðherra Austurríkis segir að minnsta kosti einn árásarmann …
Karl Nehammer innanríkisráðherra Austurríkis segir að minnsta kosti einn árásarmann ófundinn. AFP

Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, sagði á blaðamannafundi minnsta kosti einn árásarmann enn ófundinn í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Vín í kvöld. Hvetur hann íbúa borgarinnar til að halda sig frá miðborginni. Þá hefur einn árásarmaður verið skotinn til bana í aðgerðum lögreglunnar.

Nehammer staðfestir að fleiri hafi látið lífið í árásunum. Á fundinum var einnig tilkynnt að landamæraeftirlit hefði verið hert og að börn í borginni þyrftu ekki að mæta í skóla á morgun.

Uppfært klukkan 00:50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert