Afglæpavæða öll fíkniefni í Oregon

Nú er ekki lengur ólöglegt í Oregon að hafa í …
Nú er ekki lengur ólöglegt í Oregon að hafa í fórum sínum neysluskammta af hvaða eiturlyfi sem er. AFP

Samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum var kosið víða um alls konar annað en forsetaefni og þingmenn. Til að mynda í Oregon þar sem íbúar kusu um afglæpavæðingu fíkniefna. 

Íbúar í þessu norðvesturríki kusu með yfirgnæfandi meirihluta að afglæpavæða neysluskammastærðir af öllum eiturlyfjum, þar með talið heróín, kókaín og metamfetamín.

Þetta er í fyrsta sinn sem ríki Bandaríkjanna afglæpavæðir harðari fíkniefni líkt og þau sem talin voru upp. Kannabis er víða löglegt í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert