Innanríkisráðherra Austurríkis hefur viðurkennt að þarlendum yfirvöldum láðist að fylgja eftir ábendingu frá Slóvakíu um einn árásarmannanna sem myrtu fjóra og særðu 23 í skotárás í Vín í Austurríki á mánudag.
Lögregluyfirvöld í Slóveníu hafa lýst því yfir að þau hafi greint austurrísku lögreglunni frá því að grunsamelgir menn hafi verið að reyna að kaupa skotfæri í Slóveníu í júlí á þessu ári. Það tókst árásarmönnunum hins vegar ekki, eins og segir í frétt BBC, vegna þess að einn skotmannanna hafði ekki byssuleyfi.
Þá segir einnig að árásarmaðurinn hafi losnað úr fangelsi í desember á síðasta ári þar sem hann sat inni fyrir að hafa reynt að ganga til liðs við öfgasinnaða múslima í Sýrlandi.
„Eitthvað fór þarna úrskeiðis,“ sagði Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, við fjölmiðla áður en hann bætti við að hann vildi að fram færi óháð rannsókn til þess að koma til botns í því.