Nú þykir ljóst að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi borið sigur úr býtum í Ohio en í Arizona hafði Joe Biden, frambjóðandi demókrata, betur.
Joe Biden er fyrsti forsetaframbjóðandi demókrata til þess að vinna í Arizona síðan Bill Clinton gerði það árið 1996.
Þá segja spekingar bæði hérlendis og í Bandaríkjunum að nú sé ekki von á frekari afgerandi úrslitum í kvöld. Atkvæði frá Pennsylvaníu, ríki sem gæti ráðið úrslitum, eru talin munu berast eftir jafnvel einhverja daga.
Ef Trump vinnur Michigan og Wisconsin verður Pennsylvanía algjört úrslitaríki.
Leiða má að því líkur að endanlegar niðurstöður fáist því ekki fyrr en jafnvel eftir einhverja daga.
Áfram verður fylgst með framvindu kosninganna á mbl.is.