„Satt að segja unnum við þessar kosningar“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði eftir því í ræðu sinni rétt í þessu að talningu atkvæða yrði hætt. Hann sagðist ætla að fara með málið fyrir alríkisdómstól Bandaríkjanna.

„Satt að segja unnum við þessar kosningar,“ sagði Trump. „Hvað mig varðar þá held ég að við höfum nú þegar unnið.“ Rétt er að taka fram að það er ekki rétt, hvorugur frambjóðandinn hefur nú þegar unnið kosningarnar.

Þá lýsti forsetinn yfir sigri í nokkrum ríkjum þar sem enn er mjótt á munum og enn á eftir að telja stóran hluta atkvæða. 

Fréttamenn ABC ræddu ræðu forsetans í kjölfarið og sögðu yfirlýsingar Trumps ekki koma á óvart. Það væri þó ekki hægt að stöðva talningu atkvæða og Trump hefði ekki leyfi til þess að stöðva talningu atkvæða. 

Þá sagði Trump að „sorglegur hópur fólks“ reyni að taka kosningarétt hans kjósenda af þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert