Segist hafa unnið Pennsylvaníu

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir sigri í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu. Þetta gerir hann á Twitter.

Í færslu á Twitter segir forsetinn enn fremur að hann lýsi yfir sigri í Michigan „ef það reynist rétt að fjölmörgum atkvæðum hafi verið fleygt, eins og víða hefur verið greint frá“. Ekki er ljóst hvar Trump þykist hafa heimildir fyrir slíku kosningasvindli.

Enginn fjölmiðill vestra hefur lýst sigri Trumps í nokkru þessara ríkja. Í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu er enn beðið eftir úrslitum. Trump leiðir í Georgíu og Norður-Karólínu. Í Pennsylvaníu er staðan snúnari vegna fjölda utankjörfundaratkvæða. Trump leiðir, en Biden saxar á forskotið eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði eru talin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert