Tístir um svindl og fölsuð atkvæði

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Nú þegar allra seinustu niðurstöður bandarísku forsetakosninganna eru í þann mund að verða ljósar eru ekki allir á eitt sáttir. Áður hefur verið greint frá því að útlitið sé álitlegra fyrir Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en Trump Bandaríkjaforseta.

Trump hefur farið mikinn á Twitter í kvöld þar sem hann hefur í frammi ásakanir um kosningasvindl, falsaða atkvæðaseðla og fleira í þeim dúr. Trump lýsti yfir sigri í kosningunum undir morgun en síðan þá hefur kveðið við aðeins annan tón hjá forsetanum.

Segir að verið sé að „finna“ atkvæði greidd Biden

Trump segir hér að kjörstjórnir í Pennsylvaníu og Wisconsin „finni“ atkvæði greidd Biden bara hvarvetna. Flestir miðlar vestanhafs hafa nú sagt að Biden hafi sigrað í Wisconsin og hefur Trump gefið það út að hann muni fara fram á endurtalningu í ríkinu. Þá vill hann stöðva talningu í Michigan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert