Nú þegar allra seinustu niðurstöður bandarísku forsetakosninganna eru í þann mund að verða ljósar eru ekki allir á eitt sáttir. Áður hefur verið greint frá því að útlitið sé álitlegra fyrir Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en Trump Bandaríkjaforseta.
Trump hefur farið mikinn á Twitter í kvöld þar sem hann hefur í frammi ásakanir um kosningasvindl, falsaða atkvæðaseðla og fleira í þeim dúr. Trump lýsti yfir sigri í kosningunum undir morgun en síðan þá hefur kveðið við aðeins annan tón hjá forsetanum.
Trump segir hér að kjörstjórnir í Pennsylvaníu og Wisconsin „finni“ atkvæði greidd Biden bara hvarvetna. Flestir miðlar vestanhafs hafa nú sagt að Biden hafi sigrað í Wisconsin og hefur Trump gefið það út að hann muni fara fram á endurtalningu í ríkinu. Þá vill hann stöðva talningu í Michigan.
They are finding Biden votes all over the place — in Pennsylvania, Wisconsin, and Michigan. So bad for our Country!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020
Wow! It looks like Michigan has now found the ballots necessary to keep a wonderful young man, John James, out of the U.S. Senate. What a terrible thing is happening!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020