Trump tekur Texas

Stuðningsmenn forsetans fagna í borginni Austin í Texas.
Stuðningsmenn forsetans fagna í borginni Austin í Texas. AFP

Donald Trump hefur borið sigur úr býtum í Texasríki. Kosningafréttaveitan Decision Desk hefur lýst því yfir, en nú þegar 88% atkvæða hafa verið talin hefur Donald Trump fengið 52,1% atkvæða gegn 46,4% Bidens.

Fær Trump því alla 38 kjörmenn Texas, næstfjölmennasta ríkis Bandaríkjanna.

Texas hefur um árabil verið vígi Repúblikanaflokksins en átti nú undir högg að sækja og var jafnvel litið sem svo á að þetta væri í fyrsta sinn í dágóðan tíma sem ríkið teldist til sveifluríkja. Flestir spáðu Trump þó sigri í ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert