Í beinni: Fagnaðarlæti og hamingjuóskir

Áfram er talið upp úr kjörkössunum í kapphlaupinu um forsetaembættið í Bandaríkjunum.

Hér, fyrir neðan beina útsendingu ABC News, fylgist mbl.is með gangi mála vestanhafs.

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Svar frá Hvíta húsinu

BBC birti fyrir stuttu yfirlýsingu frá Judd Deere, talsmanni Hvíta hússins, varðandi hvernig forsetinn muni standa að valdaskiptum við næstu ríkisstjórn. „Forsetinn mun samþykkja úrslit frjálsra og sanngjarnra kosninga,“ segir í yfirlýsingunni auk þess sem tekið er fram að ríkisstjórn Trumps fylgi öllum lagalegum kröfum.

Biden mættur

Það styttist í stóru stundina. Joe Biden er mættur í Chase Center í Wilmington í Delaware, þar sem hann mun ávarpa bandarísku þjóðina. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér.

Allt að verða tilbúið í Wilmington

Sviðið við Chase Center í Wilmington í Delaware, þar sem Joe Biden og Kamala Harris, munu ávarpa bandarísku þjóðina á eftir, er tilbúið. Fjölmargir stuðningsmenn hafa safnast saman til að hlýða á Biden og Harris.





Biden ávarpaði bandarísku þjóðina

Joe Biden mun ávarpa bandarísku þjóðina klukkan 20:00 að staðartíma í Wilmington í Delaware, heimaríki sínu, á eftir en það er klukkan 01:00 að íslenskum tíma. Varaforsetaefni Bidens, Kamala Harris, mun einnig flytja ávarp á eftir.
Meira »

Sigurstund

Elsta barnabarn Bidens deilir sigurstund frá heimili fjölskyldunnar fyrr í dag. Samkvæmt CNN voru það barnabörn Bidens sem upplýstu hann fyrst um að fjölmiðlar væru að lýsa hann sigurvegara kosninganna.

Ávarp Bidens eftir um klukkustund

Joe Biden mun ávarpa bandarísku þjóðina klukkan 01:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu hér í útsendingu ABC sjónvarpsstöðvarinnar:

Nýliðinn Madison Cawthorn

Madison Cawthorn er nýr á sviði stjórnmálanna og um leið yngstur til þess að vera kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá árinu 1965.
Meira »

Trump með met

Trump þegar hann mætti aftur til Hvíta hússins í dag

„Það urðu greinileg vatnaskil”

„Þegar þetta var tilkynnt urðu greinileg vatnaskil,” segir Rafn Steingrímsson, íslendingur búsettur í Cincinnati í Ohio-ríki í Bandaríkjunum, um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum vestanhafs.
Meira »

Ætli þetta verði ekki bitbein næstu árin

Mark Hamill slær á létta strengi

Trump ítrekar ásakanir um kosningasvindl

Trump setti rétt í þessur tvær færslur á Twitter þar sem hann setur aftur fram ásakanir um meint kosningasvindl og að hann hafi unnið kosningarnar. Vísar hann til þess að hann hafi fengið 71 milljón atkvæða og að fjöldi póstakvæðaseðla hafi verið sendir til fólks sem óskaði ekki eftir þeim.

Miðað við núverandi stöðu talningar eru talin atkvæði fyrir Trump um 70,4 milljónir og fyrir Joe Biden 74,5 milljónir. Heildarfjöldi atkvæða hefur ekki bein áhrif á hver er kosinn forseti í Bandaríkjunum, heldur fjöldi kjörmanna. Miðað við yfirlýsingar helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum í dag hlaut Biden jafnframt flesta kjörmenn eftir að hafa sigrað Pennsylvaníu og ná þar með í fleiri en 270 kjörmenn.



Four Seasons ruglingur

Guðni sendir Biden og Harris heillaóskir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir, en fyrr í dag lýstu allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna því yfir að framboð þeirra hefði unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Meira »
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert