Áfram er talið upp úr kjörkössunum í kapphlaupinu um forsetaembættið í Bandaríkjunum.
Hér, fyrir neðan beina útsendingu ABC News, fylgist mbl.is með gangi mála vestanhafs.
Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is
8.11.2020
BBC birti fyrir stuttu yfirlýsingu frá Judd Deere, talsmanni Hvíta hússins, varðandi hvernig forsetinn muni standa að valdaskiptum við næstu ríkisstjórn. „Forsetinn mun samþykkja úrslit frjálsra og sanngjarnra kosninga,“ segir í yfirlýsingunni auk þess sem tekið er fram að ríkisstjórn Trumps fylgi öllum lagalegum kröfum.
8.11.2020
Það styttist í stóru stundina. Joe Biden er mættur í Chase Center í Wilmington í Delaware, þar sem hann mun ávarpa bandarísku þjóðina. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér.
8.11.2020
Sviðið við Chase Center í Wilmington í Delaware, þar sem Joe Biden og Kamala Harris, munu ávarpa bandarísku þjóðina á eftir, er tilbúið. Fjölmargir stuðningsmenn hafa safnast saman til að hlýða á Biden og Harris.
8.11.2020
8.11.2020
Elsta barnabarn Bidens deilir sigurstund frá heimili fjölskyldunnar fyrr í dag. Samkvæmt CNN voru það barnabörn Bidens sem upplýstu hann fyrst um að fjölmiðlar væru að lýsa hann sigurvegara kosninganna.
8.11.2020
Joe Biden mun ávarpa bandarísku þjóðina klukkan 01:00 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu hér í útsendingu ABC sjónvarpsstöðvarinnar:
7.11.2020
7.11.2020
7.11.2020
7.11.2020
7.11.2020
7.11.2020
7.11.2020
Trump setti rétt í þessur tvær færslur á Twitter þar sem hann setur aftur fram ásakanir um meint kosningasvindl og að hann hafi unnið kosningarnar. Vísar hann til þess að hann hafi fengið 71 milljón atkvæða og að fjöldi póstakvæðaseðla hafi verið sendir til fólks sem óskaði ekki eftir þeim.
Miðað við núverandi stöðu talningar eru talin atkvæði fyrir Trump um 70,4 milljónir og fyrir Joe Biden 74,5 milljónir. Heildarfjöldi atkvæða hefur ekki bein áhrif á hver er kosinn forseti í Bandaríkjunum, heldur fjöldi kjörmanna. Miðað við yfirlýsingar helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum í dag hlaut Biden jafnframt flesta kjörmenn eftir að hafa sigrað Pennsylvaníu og ná þar með í fleiri en 270 kjörmenn.
7.11.2020
7.11.2020