Fádæma varðveisla 1.200 ára líks

Líkið í gröfinni telur Anja Roth Niemi fornleifafræðingur að hafi …
Líkið í gröfinni telur Anja Roth Niemi fornleifafræðingur að hafi verið lagt til hinstu hvílu einhvern tímann á árabilinu 700 til 900 og er það svo vel varðveitt að nánast telst með ólíkindum, en það má þakka kalkríkum skeljasandinum á Gimsøya í Lofoten. Ljósmynd/Norges arktiske universitetsmuseum

„Þetta er gröf og líkaminn liggur í henni „in situ“ sem kallað er, það er að segja í nákvæmlega sömu stöðu og hann var upphaflega lagður í gröfina,“ segir Anja Roth Niemi í samtali við Morgunblaðið, fornleifafræðingur við Háskólasafnið í Tromsø, Norges arktiske universitetsmuseum – UiT eins og það heitir.

Niemi vísar þar til merkilegrar uppgötvunar fornleifafræðinga safnsins á Gimsøya, eyju úti fyrir Lofoten í Norður-Noregi, en þar fannst fyrst lærleggur við fornleifarannsóknir í ágúst, en í lok október dró heldur til tíðinda þegar þau John Gunnar Blom, samstarfsmaður Niemi, fundu eiganda lærleggsins, lík sem þau áætla að sé nálægt 1.200 ára gamalt og hefur varðveist svo vel í kalkríkum skeljasandi eyjarinnar að einsdæmi má kalla, að minnsta kosti í Noregi.

Hugsanlega frá tíð Mervíkinga

Segja má að sjaldan sé ein báran stök í norskum fornleifarannsóknum þetta haustið, en skammt er síðan Morgunblaðið greindi frá mjög óvenjulegum fundi í Þrændalögum, um þúsund ára gömlu timburgrafhýsi sem geymdi jarðneskar leifar konu, en sérstakt þótti að finna slíkt grafhýsi á svæði þar sem aldrei hefur verið þéttbýli.

Út frá munum sem fornleifafræðingarnir hafa fundið nálægt gröfinni á Gimsøya áætlar Niemi að gröfin, og líkið sem í henni liggur, sé frá yngri járnöld og nefnir hún árabilið 700 til 900 sem táknar að sé gröfin frá fyrstu áratugum þess tímabils hafi líkið verið lagt til hinstu hvílu á tíð hinnar fornfrægu konungaættar Mervíkinga í Frankaríki sem þar ríktu fram til ársins 751.

Greinina má lesa í heild sinni í vefútgáfu Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert