Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í kvöld að Armenía og Aserbaísjan hefðu samþykkt algjört vopnahlé í átökum um Nagorno-Karabakh.
Pútín sagði að hann, forsætisráðherra Armeníu Nikol Pashinyan og forseti Aserbaídsjans Iham Aliyev hefðu skrifað undir yfirlýsingu um „algjört vopnahlé á Nagorno-Karabakh-átakasvæðinu“. Vopnahléið tekur gildi á miðnætti á þriðjudag.
Hundruð armenskra mótmælenda brutu sér leið inn í höfuðstöðvar armönsku ríkisstjórnarinnar í Jerevan eftir að Pashinyan tilkynnti endalok átakanna. Þúsundir mótmæltu fyrir utan bygginguna en aðrir fóru ránshendi um skrifstofur hennar og brutu rúður.