„Neyðarlegt“ að Trump viðurkenni ekki ósigur

00:00
00:00

Joe Biden, kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir það „neyðarlegt“ að Don­ald Trump hafi ekki enn viður­kennt ósig­ur í for­seta­kosn­ing­un­um vest­an­hafs sem fram fóru fyr­ir viku.

Biden og Kamala Harris vara­for­seta­efni hans héldu blaðamanna­fund í Delaware í kvöld og þar var Biden meðal ann­ars spurður hvaða skila­boð hon­um finn­ist Trump senda með því að viður­kenna ekki ósig­ur í kosn­ing­un­um. 

„Mér finnst þetta bara neyðarlegt hreint út sagt,“ sagði Biden. „Hvernig get ég sagt þetta af hátt­vísi? – Ég held að þetta muni ekki hjálpa arf­leið for­set­ans,“ bætti Biden við. 

Biden ræddi í dag við helstu þjóðarleiðtoga Evr­ópu, meðal ann­ars Aneglu Merkel Þýska­landskansl­ara, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta og Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. 

Spurður á blaðamanna­fund­in­um í kvöld hvað hann vilji segja við Don­ald Trump frá­far­andi for­seta sagði Biden: „Herra for­seti, ég hlakka til að eiga sam­tal við þig.“

 

 

Joe Biden yfirgefur blaðamannafundinn sem fram fór í Delaware í …
Joe Biden yf­ir­gef­ur blaðamanna­fund­inn sem fram fór í Delaware í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert