Saeb Erekat látinn

Saeb Erekat, hátt­sett­ur palestínsk­ur samn­ingamaður og framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), er látinn af völdum Covid-19. Erekat varð 65 ára gamall.

Hann lést á sjúkrahúsi í Jerúsalem en þangað var hann lagður inn vegna veirunnar í síðasta mánuði.

Erekat hefur verið einn helsti samningamaður Palestínumanna í friðarumleitunum við Ísraelsmenn og einn helsti ráðgjafi Mahmouds Abbas, forseta Palestínu.

Palestínumenn hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Erekat tók meðal annars þátt í gerð Óslóarsamkomulagsins, sem undirritað var árið 1993, og talaði allar götur fyrir tveggja ríkja lausn.

Erekat kom hingað til lands árið 2008 ásamt Abbas þar sem forsetinn fundaði meðal annars með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta Íslands.

Saeb Erekat.
Saeb Erekat. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert