Átta meðlimir friðargæsluliðs létust þegar þyrla hrapaði á Sínaí-skaga í Egyptalandi. Alþjóðlegt friðargæslulið (MFO) hefur greint frá því að níu manns hafi verið um borð þegar vélin tók að hrapa til jarðar.
Sex Bandaríkjamenn voru um borð auk eins Frakka og tékknesks ríkisborgara. Sjöundi Bandaríkjamaðurinn var um borð, en hann bjargaðist og nýtur nú aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks. Að því er fram kemur í umfjöllun AP um málið var síðastnefnda aðilanum flogið af vettvangi skömmu eftir slysið.
MFO sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að rannsókn myndi fara fram á tildrögum slyssins. „Á þessari stundu bendir ekkert til annars en að um slys hafi verið að ræða. Við viljum þakka stjórnvöldum Egyptalandi og Ísrael fyrir aðstoðina.“