Sjö fórust í þyrluslysi

Sjö létust er þyrla brotlenti á Sínaí-skaga í Egyptalandi í gær.  Um borð voru friðargæsluliðar frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Tékklandi. 

Í tilkynningu frá The Multinational Force and Observers  (MFO) kemur fram að fimm Bandaríkjamenn hafi farist, Frakki og Tékki. Þyrlan var í eigu Ísraelshers en MFO eru friðargæslusveitir sem fylgjast með því að friðarsamkomulag milli Egypta og Ísraela haldi. 

Franski hermaðurinn Sebastien Botta er meðal þeirra sem létust í …
Franski hermaðurinn Sebastien Botta er meðal þeirra sem létust í slysinu. AFP

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sendi fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur á Twitter en í fyrstu var talið að sex Bandaríkjamenn hefðu farist. Síðar var upplýst um að einn hafi komist lífs af úr slysinu.

Í tilkynningu frá Ísraelsher kemur fram að bandarískur hermaður sem slasaðist þegar þyrlan brotlenti hafi verið fluttur á sjúkrahús í Ísrael. 

MFO segir að orsök slyssins verði rannsökuð, hvort um vélarbilun hafi verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert