Átján létust, þar af fimmtán ungar stúlkur

Frá Nígeríu í síðasta mánuði.
Frá Nígeríu í síðasta mánuði. AFP

Átján manns, þar á meðal fimmtán ungar stúlkur á aldrinum átta til fimmtán ára, drukknuðu þegar bát hvolfdi í norðausturhluta Nígeríu í gær.

Báturinn var að ferja farþega yfir ána Buji þegar honum hvolfdi, segir talsmaður lögreglunnar í yfirlýsingu.

Fimm farþegar komust lífs af.

Slys sem þessi eru algeng í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku, meðal annars vegna tíðrar ofhleðslu og skorts á viðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert