Alls voru 25 handteknir í miðborg Liverpool á Englandi í dag þegar hundruð komu saman og mótmæltu hörðum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins.
Lögreglan í borginni segist hafa orðið að grípa til aðgerða vegna þess að fólk hlýddi ekki skipunum og braut reglur um hópamyndanir.
ARRESTS | 25 people have now been arrested in #Liverpool city centre for public order offences and breaches of Coronavirus regulations. A further male has been arrested after a police officer was assaulted. Please read our statement about why it's so important people stay home: pic.twitter.com/XcLXXLpuPH
— Merseyside Police (@MerseyPolice) November 14, 2020
Samkvæmt frétt AFP mótmælti hópurinn aðgerðum stjórnvalda og fyrirhuguðum bólusetningum gegn veirunni.