Armenskur stjórnmálamaður ætlaði að drepa forsætisráðherrann

Mótmæli hafa staðið yfir í Armeníu síðan friðarsáttmáli var gerður …
Mótmæli hafa staðið yfir í Armeníu síðan friðarsáttmáli var gerður við Aserbaísjan. AFP

Armenskur stjórnarandstæðingur var handtekinn í gær, sakaður um að undirbúa morð á forsætisráðherra landsins, Nikol Pashinyan.

Artur Vanetsyan, formaður armensks stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu, var boðaður á fund í höfuðstöðvum armensku öryggissveitanna og var tekinn höndum þar. Verjendur segja varðhaldið vera hluta af ofsóknum í garð Vanetsyans, en mikill órói hefur verið í landinu eftir að friðarsáttmáli var gerður við Aserb­aídsjan.

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu.
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu. AFP

Stríð hefur geisað á milli ríkjanna tveggja í rúma tvo áratugi, með hléum, og hefur forsætisráðherrann, Pashinyan, sætt harðri gagnrýni fyrir að boða til friðar.

Ágreiningur ríkjanna snýst um Nagornó-Karabakh-svæðið, þar sem íbúar eru flestir Armenar og er í raun undir sjálfstæðri stjórn þeirra, en svæðið er viðurkennt á alþjóðavettvangi sem hluti af Aserb­aídsjan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert