Fagnar „uppörvandi“ fregnum um bóluefni

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fagnar „uppörvandi“ fregnum um bóluefni gegn Covid-19 en lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna fjölgunar tilfella kórónuveirunnar í mörgum löndum.

„Það er enginn tími fyrir andvaraleysi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, á rafrænum blaðamannafundi.

„Þetta er hættuleg veira sem getur ráðist á hvert einasta svæði líkamans. Þessi lönd sem eru að leyfa veirunni að valsa um óáreittri eru að leika sér að eldinum,“ bætti hann við.

Fyrr í dag var greint frá því að bólu­efni frá banda­ríska fram­leiðand­an­um Moderna gegn Covid-19 hafi nærri 95% virkni sam­kvæmt grunn­próf­un­um. 

Pfizer og Bi­oNTech hafa einnig verið með bóluefni í framleiðslu sem lofar góðu. 

Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi í mars.
Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi í mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert