Landbúnaðarráðherra Dana segir af sér

Mogens Jensen, hér til vinstri, á fundi með öðrum ráðherrum …
Mogens Jensen, hér til vinstri, á fundi með öðrum ráðherrum innan Evrópusambandsins. AFP

Mogens Jensen, landbúnaðarráðherra Danmerkur, hefur sagt af sér eftir að hafa fyrirskipað að allir minkar í landinu yrðu drepnir án þess að tryggja að fyrir því hafi verið heimild í lögum.

Þetta tilkynnti hann sjálfur í viðtali við ríkismiðilinn DR.

„Það er ljóst að það er algjörlega nauðsynlegt fyrir mig að hafa traust frá þingflokkunum til að geta sinnt mínu starfi. Það er mitt mat að ég nýt ekki lengur þessa nauðsynlega stuðnings frá flokkunum á þingi. Þess vegna hef ég í dag upplýst forsætisráðherra um að ég muni segja mig frá ríkisstjórninni.“

Hafi ekki heimild fyrir tilskipun

Rúmar tvær vik­ur eru síðan rík­is­stjórn­in fyr­ir­skipaði að öllum minkum landsins skyldi lógað eft­ir að tólf manns greind­ust smitaðir af stökk­breyttu af­brigði kór­ónu­veirunn­ar sem rakið er til minka.

Kom síðar í ljós að rík­is­stjórn­in hafði ekki heim­ild fyr­ir til­skip­un­inni, sem þá var breytt í til­mæli. Hafa Mo­gens Jen­sen land­búnaðarráðherra og Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra sætt harðri gagn­rýni enda þykir ein­sýnt að land­búnaðarráðherr­ann og senni­lega for­sæt­is­ráðherra sömu­leiðis hafi vitað að laga­heim­ild skorti.

Jensen er fyrsti ráðherra ríkisstjórnar Mette Frederiksen til að segja af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert