Ærandi þögn um hryllinginn

Hvað ef upplýsingunum hefði ekki verið leynt?
Hvað ef upplýsingunum hefði ekki verið leynt? Wikipedia

Ærandi þögn sænskra stjórn­valda varð til þess að ekki var upp­lýst op­in­ber­lega um sam­tal tveggja manna um borð í næt­ur­lest milli Pól­lands og Þýska­lands í ág­úst 1942. Þögn­in ríkti áfram um hryll­ing­inn sem átti sér stað í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista. Hel­för­in var ekki viður­kennd sem staðreynd. Eitt­hvað sem enn í dag ein­hverj­ir eiga erfitt með að viður­kenna.

Sænski stjórn­ar­er­ind­rek­inn Gör­an Fredrik von Otter var á leið frá Var­sjá til Berlín­ar 20. ág­úst 1942 er hann tók eft­ir farþega um borð sem greini­lega leið illa. Farþeg­inn var Kurt Ger­stein, liðsfor­ingi í SS-her­sveit­um þýskra nas­ista, sem var á leið heim frá Belzec-út­rým­ing­ar­búðunum. Þar hafði hann horft á skipu­lögð fjölda­morð á gyðing­um. 

Göran von Otter.
Gör­an von Otter. Úr einka­safni Birgitta von Otter

Birgitta von Otter, dótt­ir Gör­ans, seg­ir að menn­irn­ir tveir hafi tekið tal sam­an og þegar Ger­stein áttaði sig á að von Otter var frá hlut­lausu ríki, Svíþjóð, sagði hann sögu sína.

Alla nótt­ina sátu þeir á gólf­inu í yf­ir­full­um lest­ar­klef­an­um og töluðu sam­an. Ger­stein lýsti því í smá­atriðum hvernig hann hafi horft á hundruð gyðinga verið skipað að raða sér upp, af­klæðast áður en þeir voru þvingaðir inn í loftþétt her­bergi, gas­klefa, þar sem út­blást­ur frá dísel­vél var notaður til að myrða fórn­ar­lömb­in.

Von Otter vissi í fyrstu ekki hvort mark væri tak­andi á þess­um manni sem sagði þess­ar hrylli­legu sög­ur og grunaði að Ger­stein væri njósn­ari sem vildi koma lyga­fregn í um­ferð. En þegar Ger­stein teiknaði upp kort af búðunum og sýndi hon­um pönt­un­ar­eyðublað fyr­ir gasið sem var notað í Belzec, Zyklon B, sann­færðist hann um að Ger­stein segði satt. 

„Faðir minn áttaði sig á að þarna væri mann­eskja, full ör­vænt­ing­ar, sem vildi að heim­ur­inn gerði sér grein fyr­ir því hvað væri að ger­ast,“ seg­ir Birgitta von Otter í viðtali við AFP-frétta­stof­una ný­verið.

Þegar Gör­an von Otter kom í sendi­ráð Svía í Berlín var hon­um tjáð af yf­ir­mönn­um sín­um að hann mætti alls ekki skrifa frá­sögn Ger­stein niður. Held­ur ætti hann að flytja munn­lega skýrslu um málið hjá ut­an­rík­isþjón­ust­unni þegar hann sneri aft­ur til Svíþjóðar. Hann gerði það hálfu ári síðar en viðbrögðin voru önn­ur en hann hafði átt von á. 

Eft­ir að hafa greint frá því sem Ger­stein sagði hon­um um borð í les­inni taldi Gör­an von Otter að hlut­verki hans væri lokið og málið væri í ör­uggri höfn sænsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Á viss­an hátt finnst mér eins og hann hafi verið röng mann­eskja á röng­um stað,“ seg­ir Carl Svens­son, kvik­mynda­gerðarmaður og höf­und­ur heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar En svensk tiger, um von Otter sem var frum­sýnd árið 2018. 

Hér er hægt að horfa á mynd­ina á vef SVT.

Kurt Gerstein.
Kurt Ger­stein. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Svens­son tel­ur að málið og mála­lykt­ir þess séu dæmi­gert fyr­ir Svía en fátt er til staðfest af hálfu sænskra stjórn­valda þar um. Árið 1961 gaf ut­an­rík­is­ráðuneytið út yf­ir­lýs­ingu um að það hefði fengið upp­lýs­ing­ar á sín­um tíma en að svipaður vitn­is­b­urður hefði verið á kreiki á þess­um tíma. Þar á meðal það sem Wla­dyslaw Si­korski, leiðtogi út­legðar­stjórn­ar Pól­lands, hafði að segja.

Staff­an Söder­blom, sem var meðal þeirra sem von Otter gaf munn­lega skýrslu, sagði í viðtali við Aft­on­bla­det árið 1979 að Þýska­land árið 1942 hafi enn verið al­mátt­ugt og það hefði haft veru­lega hættu í för með sér fyr­ir Svíþjóð en landið hefði haft af­skipti af mál­um sem þessu. Að ótti hafi verið ástæðan fyr­ir því að upp­lýs­ing­un­um var leynt. 

Sænsk yf­ir­völd voru aft­ur á móti ekki ein um þegja. Því bæk­ur um Ger­stein, sem lést í frönsku fang­elsi er hann beið rétt­ar­halda árið 1945, greina frá því að hann hafi farið með frá­sögn sína bæði til full­trúa Sviss og Hol­lands.  

Þegar seinni heims­styrj­öld­in braust út árið 1939 hvatti for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Per Al­bin Hans­son, landa sína til þess að standa sam­an í bar­átt­unni við að halda land­inu utan stríðsátaka. Svíþjóð var ekki her­numið, ólíkt ná­granna­ríkj­un­um Nor­egi og Dan­mörku, en það kostaði ýms­ar fórn­ir. 

Fyr­ir seinni heims­styrj­öld­ina var Þýska­land helsta viðskipta­land Svíþjóðar og Sví­ar fluttu út járn­grýti og kúl­ur í kúlu­leg­ur löngu eft­ir að Þjóðverj­ar réðust inn í Pól­land. Sam­visku­bit Svía kom ber­lega í ljós árið 1945 er þeir áttuðu sig á því hvernig þeir stóðu hljóðir hjá, seg­ir Ingrid Lom­fors, for­stöðukona sögu­safns­ins í Stokk­hólmi, í sam­tali við AFP.

Til þess að  bæta stöðu sína meðal banda­manna eft­ir stríð lögðu Sví­ar of­urkapp á að benda á það góða sem landið hafði gert. Til að mynda að taka á móti gyðing­um frá Dan­mörku og verk sænska stjórn­ar­er­ind­rek­ans Ra­ouls Wal­len­bergs í Ung­verjalandi en hann gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að koma gyðing­um und­an nas­ist­um í Ung­verjalandi seg­ir Lom­fors.

Vegna þessa tókst Sví­um, að sögn Lom­fors, að tryggja það að ríkið var talið í far­ar­broddi hvað varðar mann­rétt­indi. „Það leið mjög lang­ur tími áður en við fór­um að velta við hverj­um steini og þá blasti við mun flókn­ari mynd. Al­veg eins og var í öðrum ríkj­um,“ seg­ir hún. 

Gyðingar á leið til Belzec.
Gyðing­ar á leið til Belzec. wikipedia

Fyr­ir Svens­son er saga Gör­ans von Otters hetju­saga sem var sópað und­ir teppið. Þetta sé eitt­hvað sem læra megi að í nú­tím­an­um seg­ir hann.

Gör­an von Otter lést árið 1988 og alla tíð kvald­ist hann af eft­ir­sjá – hvers vegna gerði ég ekki meira. Þetta varð til þess að hann glímdi við þung­lyndi það sem eft­ir lifði æv­inn­ar og að sögn dótt­ur hans, sem er á níræðis­aldri, talaði hann ekki um þessa van­líðan sína enda af þeirri kyn­slóð sem taldi það ekki rétt. Held­ur bæri að harka af sér. 

Nas­ist­ar út­rýmdu um 600 þúsund gyðing­um í Belzec en líkt og fram kem­ur á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands ráku nas­ist­ar sex þekkt­ar fanga­búðir. 

Kort yfir fangabúðir nasista í Póllandi.
Kort yfir fanga­búðir nas­ista í Póllandi. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

„Í Maj­da­nek myrtu nas­ist­ar til dæm­is um 200.000 manns, í Chelmno rúm­lega 200.000, í Belzec um 600.000, í Sobi­bor um 250.000, í Treblinka tæp­lega 1.000.000 og rúm­lega 1.250.000 í Auschwitz. Stund­um er sagt að þess­ar fimm síðast­nefndu búðir hafi verið einu rétt­nefndu út­rým­ing­ar­búðir nas­ista, en þá ber að hafa í huga að út­rým­ing fór einnig fram í þeim fjöl­mörgu þrælk­un­ar- og fanga­búðum sem þeir ráku, þar sem fang­arn­ir féllu úr hungri, vos­búð, sjúk­dóm­um eða sak­ir illr­ar meðferðar,“ seg­ir á Vís­inda­vef HÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert