Fara fram á frestun í Michigan

AFP

Fulltrúar Repúblikanaflokksins í Michigan hafa skrifað bréf til kjörstjórnar ríkisins þar sem óskað er eftir því að staðfestingu á niðurstöðu kosninganna verði frestað í tvær vikur. Þeir fara fram á að talning atkvæða í stærstu sýslu ríkisins, þar sem borgin Detroit er, verði endurskoðuð.

Michigan ríki hefur hafnað beiðni þeirra og segir að frestun og endurskoðun sé ekki heimilað samkvæmt lögum. Fyrr í mánuðinum var demókratinn Joe Biden lýstur sigurvegari í Michigan.

Kjörstjórnin, en í henni sitja tveir fulltrúar demókrata og tveir fulltrúar repúblikana, ætlar að hittast á fundi á mánudag þar sem niðurstaða kosninganna verður staðfest. Forsætisráðherra ríkisins og ríkisstjóri, sem báðir eru demókratar, þurfa síðan að rita undir staðfestinguna þannig að ólíklegt er að þeir styðji breytingar á niðurstöðu kosninganna.

Forsætisráðherrann hefur sagt ásakanir Trump og repúblikana um kosningasvindl algjörlega tilhæfulausar. Trump átti fund með leiðtogum repúblikana í Michigan í Hvíta húsinu í gær. Þar á hann að hafa þrýst mjög á þá að hafna sigri Biden í ríkinu. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert