Kröfu Trump vísað frá

Jill og Joe Biden verða næstu forsetahjón Bandaríkjanna.
Jill og Joe Biden verða næstu forsetahjón Bandaríkjanna. AFP

Dóm­ari í Penn­sylvan­íu hef­ur vísað frá kröfu frá kosn­inga­skrif­stofu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að ógilda millj­ón­ir póst­atkvæða í rík­inu.

Kraf­an byggði á því að um mis­fell­ur hafi verið að ræða varðandi at­kvæðinn en dóm­ar­inn sem tók kröf­una fyr­ir, Matt­hew Brann, seg­ir að kraf­an sé til­hæfu­laus. Þetta þýðir að fátt get­ur komið í veg fyr­ir að ríkið geti lýst Joe Biden sig­ur­veg­ara í for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fóru 3. nóv­em­ber. Biden fékk yfir 80 þúsund fleiri at­kvæði í Penn­sylvan­íu en Trump.

Trump hef­ur neitað að viður­kenna ósig­ur sinn og seg­ir þetta byggja á víðtæku kosn­inga­s­vindli án þess að hafa getað lagt fram nein­ar sönn­ur á full­yrðing­ar sín­ar. 

Biden fékk 306 kjör­menn kjörna en Trump 232. Til þess að vera kjör­inn for­seti þarf 270 kjör­menn.  

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert