Michigan staðfestir sigur Biden

Skilti þar sem kjörstjórn Michigan er hvött til að staðfesta …
Skilti þar sem kjörstjórn Michigan er hvött til að staðfesta niðurstöðu kosninganna. AFP

Mögu­leik­um Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um að fá úr­slit­um for­seta­kosn­ing­anna fyrr í mánuðinum hnekkt fækk­ar enn eft­ir að kjörstjórn Michigan-ríkis kaus í dag að staðfesta niðurstöðu kosninganna í ríkinu. Joe Biden vann kosningarnar í ríkinu með 155.000 atkvæða mun. 

Full­trú­ar Re­públi­kana­flokks­ins í Michigan skrifuðu á laugardag bréf til kjör­stjórn­ar rík­is­ins þar sem óskað var eft­ir því að staðfest­ingu á niður­stöðu kosn­ing­anna verði frestað um tvær vikur. Þrír af fjórum í kjörstjórn ríkisins kusu í dag að staðfesta niðurstöðuna, tveir demókratar og einn repúblíkani. Sá fjórði, repúblikani, valdi þann kost að sitja hjá.

Teymi for­set­ans hef­ur nú þegar tapað fjöl­mörg­um dóms­mál­um þar sem reynt hef­ur verið að fá taln­ingu at­kvæða breytt til að snúa úr­slit­um kosn­ing­anna.

Í Arizona hafnaði dóm­ari ný­lega kæru um að farið skyldi aft­ur yfir at­kvæði úr Maricopa-sýslu, þar sem höfuðborg­in Phoen­ix er. Í Penn­sylvan­íu tapaði for­set­inn mál­sókn um að 2.000 póst­atkvæði skyldu ógild.

Á föstu­dag staðfestu yf­ir­völd í Georgíu sig­ur Bidens í rík­inu, en þar höfðu at­kvæði verið end­urtal­in vegna þess hve mjótt var á mun­um. Biden hafði bet­ur með 12.670 at­kvæðum og varð þar með fyrsti demó­krat­inn til að hafa bet­ur í rík­inu frá því Bill Cl­int­on bauð fram árið 1992.

Frétt Washington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert