„Aldrei aftur“

00:00
00:00

Að fá bólu­efni sem er fram­leitt með hraði? Aldrei aft­ur seg­ir Meissa Chebbi, sem líkt og hundruð annarra sænskra ung­menna glím­ir við dróma­sýki í kjöl­far bólu­setn­ing­ar­her­ferðar gegn svínaflensu á ár­un­um 2009-2010.

Reynsl­an af bólu­setn­ing­un­um á þeim tíma veld­ur því að marg­ir Sví­ar ef­ast um bólu­efn­in sem í boði verða á nýju ári vegna Covid-19. Ótt­ast fólk óþekkt­ar auka­verk­an­ir til langs tíma.

„Ég mun aldrei mæla með því,“ seg­ir Chebbi, sem er 21 árs göm­ul, þegar fréttamaður AFP spurði hana hvort hún mælti með því að láta bólu­setja sig við Covid-19. Ekki nema viðkom­andi verði að gera það vegna lífs­hættu­legra aðstæðna. 

Ótt­ast óþekkt­ar auka­verk­an­ir

Inn­an við helm­ing­ur Svía hyggst láta bólu­setja sig þegar nýtt bólu­efni kem­ur á markað við Covid-19 sam­kvæmt rann­sókn sem Novus-stofn­un­in lét gera. 26% aðspurðra ætl­ar ekki að láta bólu­setja sig og 28% eru enn óákveðin. Af þeim sem eru and­snún­ir bólu­setn­ing­um er helsta skýr­ing­in ótti við óþekkt­ar auka­verk­an­ir.

Þetta sýn­ir vel þann vanda sem rík­is­stjórn­ir standa frammi fyr­ir áður en bólu­setn­ing­ar hefjast við kór­ónu­veirunni, ekki síst á sama tíma og upp­lýs­inga­óreiða dreif­ist á ógn­ar­hraða um sam­fé­lags­miðla. Þar sem röng­um upp­lýs­ing­um er dreift um bæði stofn­an­ir rík­is­ins sem og um sjúk­dóm­inn sjálf­an að því er seg­ir í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar. 

Strandvegurinn í Stokkhólmi á köldum nóvemberdegi.
Strand­veg­ur­inn í Stokk­hólmi á köld­um nóv­em­ber­degi. AFP

Í Svíþjóð eru efa­semd­irn­ar sér­stak­lega áber­andi, ekki síst fyr­ir það að venju­lega er þátt­taka í bólu­setn­ing­um barna yfir 90%.

Árið 2009 hvöttu heil­brigðis­yf­ir­völd í Svíþjóð fólk til þess að láta bólu­setja sig við svínaflens­unni með bólu­efn­inu Pand­emrix sem fram­leitt er af breska lyfja­fyr­ir­tæk­inu GlaxoS­mit­hK­line. Yfir 60% þjóðar­inn­ar svaraði kall­inu og var hlut­fallið hvergi ann­ars staðar í heim­in­um jafn hátt og í Svíþjóð. 

Tengsl á milli hjálp­ar­efn­is og dróma­sýki

En Chebbi og hundruð annarra, einkum börn og ungt fólk und­ir þrítugt, greind­ust síðar með dróma­sýki. Tengsl fund­ust með hjálp­ar­efni sem notað var í Pand­emrix-bólu­efni og sjúk­dóms­ins en hjálp­ar­efn­inu var ætlað að styrkja ónæmisviðbrögð lík­am­ans.

Dróma­sýki er al­var­leg­ur, sjald­gæf­ur sjúk­dóm­ur sem leggst jafnt á kon­ur sem karla og al­geng­ast er að hann geri vart við sig á aldr­in­um 10 til 25 ára. Aðal­ein­kenni dróma­sýki eru skyndi­leg­ur svefn hvar og hvenær sem er, skamm­vinn­ar skyndilaman­ir (catap­l­exy), skamm­vinn­ar laman­ir eft­ir að sjúk­ling­ur vakn­ar og of­skynj­an­ir. Fáir sjúk­ling­ar hafa þó öll þessi ein­kenni.

Bólusetningar munu væntanlega hefjast snemma á næsta ári.
Bólu­setn­ing­ar munu vænt­an­lega hefjast snemma á næsta ári. AFP

Ein­kenn­andi fyr­ir sjúk­dóm­inn er skyndi­leg syfja og svefn sem get­ur komið hvenær sem er og get­ur varað frá mín­útu upp í klukku­stund eða leng­ur. Sjúk­ling­ur­inn get­ur sofnað við nán­ast hvaða aðstæður sem er en hægt er að vekja hann. Ein­kenn­andi fyr­ir dróma­sýki er að svefn­mynstrið er mjög af­brigðilegt þannig að sjúk­ling­ur­inn fer næst­um strax í svo­kallaðan REM-svefn sem tek­ur venju­lega meira en klukku­stund að ná hjá heil­brigðum. Sjúk­ling­ar með dróma­sýki sofa ekki áber­andi leng­ur á sól­ar­hring en heil­brigðir og dúr­ar yfir dag­inn valda því trufl­un­um á næt­ur­svefni. Annað nokkuð al­gengt ein­kenni í dróma­sýki eru skyndilaman­ir eða vöðvaslapp­leiki sem oft­ast kem­ur við geðshrær­ingu eins og gleði, ótta eða undr­un. Þetta get­ur t.d. orðið til þess að sjúk­ling­ur­inn dett­ur eða miss­ir það sem hann held­ur á en all­an tím­ann er hann glaðvak­andi. Sjúk­ling­ur­inn get­ur líka verið eins og lamaður þegar hann vakn­ar af svefni og get­ur fylgt því mik­ill ótti. Þetta hverf­ur venju­lega ef sjúk­ling­ur­inn er ávarpaður eða ýtt er við hon­um. Sum­ir fá of­skynj­an­ir þegar þeir eru að sofna eða vakna og þess­ar of­skynj­an­ir geta verið mikl­ar og jafn­vel valdið ótta.

„Þetta hef­ur eyðilagt líf mitt“

Chebbi hef­ur átt í al­var­leg­um erfiðleik­um með svefn allt frá bólu­setn­ing­unni og hún seg­ir að skyndi­leg syfja herji á hana á ólík­leg­ustu stund­um. „Í mat­ar­tím­um, starfsviðtöl­um, í fyr­ir­lestr­um, nám­skeiðum, í há­skól­an­um. Ég sofna fram á vinnu­borðið, í strætó og hvar sem er,“ seg­ir Chebbi og bæt­ir við: „Þetta hef­ur eyðilagt líf mitt.“

Sænska lyfja­eft­ir­litið hef­ur staðfest 440 af 702 kvört­un­um vegna dróma­sýki tengda Pand­emrix og þegar greitt út 100 millj­ón­ir sænskra króna, 1,6 millj­arða ís­lenskra króna, í miska­bæt­ur.

And­ers Teg­nell, sótt­varna­lækn­ir Svíþjóðar, var meðal þeirra sér­fræðinga sem mælti með bólu­setn­ing­ar­her­ferðinni 2009-2010. „Að sjálf­sögðu hefði ákvörðun okk­ar verið allt önn­ur ef við hefðum vitað af auka­verk­un­un­um. En ekk­ert var vitað um þær og þær komu öll­um í opna skjöldu,“ seg­ir Teg­nell. 

Eina lausn­in til langs tíma

Hann seg­ir að í mörg ár hafi alþjóðleg vit­und­ar­vakn­ing verið um að bólu­setn­ing væri besta vörn­in við far­sótt­um. „Og er í raun eina lausn­in til langs tíma sem við höf­um.“

Babis Stef­ani­des er 36 ára íbúi í Stokk­hólmi. Hann ætl­ar ekki að láta bólu­setja sig. Of mikl­ar spurn­ing­ar eru í gangi varðandi þær. Teg­nell seg­ist skilja áhyggj­ur Svía. „Að sjálf­sögðu þegar þú ert með nýtt bólu­efni sem lítið er vitað um ennþá, gegn sjúk­dómi sem við þekkj­um held­ur ekki vel, þá vilja að sjálf­sögðu all­ir fá frek­ari upp­lýs­ing­ar áður en ákvörðun er tek­in,“ seg­ir Teg­nell í viðtali við AFP.

Að sögn Teg­nell verður al­menn­ing­ur upp­lýst­ur eins vel og fram­ast er unnt, það er þegar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir.

Innan við helmingur Svía ætlar að láta bólusetja sig við …
Inn­an við helm­ing­ur Svía ætl­ar að láta bólu­setja sig við Covid-19. AFP

Joh­an Carl­son, for­stjóri lýðheilsu­stofn­un­ar Svíþjóðar (Folk­häl­somyndig­heten), seg­ir að til þess að hjarðónæmi mynd­ist þurfi 60-70% sænsku þjóðar­inn­ar að láta bólu­setja sig. „All­ir verða að hugsa með sér hvað er rétt að gera og taka ákvörðun. Venju­lega í Svíþjóð láta flest­ir bólu­setja sig,“seg­ir hann í viðtali við sænska rík­is­sjón­varpið. Eitt af því sem verður gert er að setja á lagg­irn­ar eft­ir­lits­stofn­un með bólu­setn­ing­un­um þegar þar að kem­ur.

Hannah Laine, 37 ára fé­lags­ráðgjafi í Stokk­hólmi, seg­ir að hún, eig­inmaður henn­ar og börn­in þeirra þrjú, muni svo sann­ar­lega láta bólu­setja sig, þrátt fyr­ir ótta.

Ef bólu­efnið fær markaðsleyfi og yf­ir­völd sem og sam­fé­lagið mæl­ir með bólu­setn­ingu þá ger­um við það. Um sam­fé­lags­lega ábyrgð er að ræða gagn­vart þeim eldri og veik­ari. „Við lát­um bólu­setja okk­ur. Kannski ekki með okk­ar hags­muni í huga held­ur sam­fé­lags­ins.“

Elisa­beth Wi­dell, stjórn­ar­formaður Dróma­sýki-sam­tak­anna, seg­ist ótt­ast þenn­an hugs­un­ar­hátt. Heil­brigðis­yf­ir­völd hafi gert mis­tök með því að hvetja til hóp­bólu­setn­ing­ar árið 2009 og hún von­ist til að svo verði ekki nú. Að reynt sé að höfða til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgðar fólks. 

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert