Lýsti yfir loftslags-neyðarástandi

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, lýsti yfir loftslags-neyðarástandi í dag. Ardern sagði á þingi að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða strax fyrir komandi kynslóðir. 

Að hennar sögn eru vísindin á einu máli og Nýja-Sjáland geri sér grein fyrir ógninni sem steðjar að. Hún segir að neyðarástandi sé ekki lýst yfir nema veruleg ógn steðji að, mannslífum sé ógnað, eignum og vörnum. 76 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 43 voru á móti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert