Tugir handteknir í mótmælum í París

Frá mótmælum helgarinnar.
Frá mótmælum helgarinnar. AFP

Mót­mæli brut­ust út í Par­ís aðra helg­ina í röð. Til átaka kom milli mót­mæl­enda og lög­reglu og voru rúður versl­ana brotn­ar og eld­ur lagður að bíl­um.

Inn­an­rík­is­ráðherr­ann Ger­ald Dar­man­in skrifaði á Twitter að 22 mót­mæl­end­ur hefðu verið hand­tekn­ir í Par­ís til þessa. Hann bætti við að lög­regl­an ætti í höggi við „mjög of­beld­is­fulla ein­stak­linga“.

Mót­mæl­end­ur krefjast þess að lög­regl­an í Frakklandi verði lát­in sæta ábyrgð fyr­ir harka­lega fram­göngu sína und­an­far­in miss­eri. Marg­ir segja frönsku lög­regl­una mis­muna minni­hluta­hóp­um, sér í lagi í ljósi at­viks sem kom upp ný­lega þegar frönsk lög­regla gekk í skrokk á svört­um tón­list­ar­manni.

For­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, virðist ekki ætla að tak­ast að lægja mót­mæla­öld­ur í land­inu en hinir svo­kölluðu gul­vestung­ar voru meðal þeirra sem mót­mæltu. Þeir urðu fræg­ir fyr­ir mót­mæli sín gegn efna­hags­stefnu Macrons árið 2018.

Emmanuel Macron ávarpaði þjóð sína fyrir skemmstu.
Emm­anu­el Macron ávarpaði þjóð sína fyr­ir skemmstu. AFP

Macron reyndi þó að ná til kjós­enda og sér í lagi ungra kjós­enda með ræðu sinni fyr­ir skemmstu. Þar sagði hann að „sum­ir lög­regluþjón­ar væru of­beld­is­full­ir“ og að „þeim bæri að refsa“.

Þá sagði hann að kynþátt­aníð yrði ekki liðið í Frakklandi og sér í lagi inn­an raða frönsku lög­regl­unn­ar. Í sömu andrá gagn­rýndi hann þó mót­mæl­end­ur sem ráðast gegn lög­reglu og kallaði þá „brjálæðinga“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert